Tækni

Óánægja með klámbann Tumblr

Notendur samfélagsmiðilsins Tumblr eru lítið hrifnir af því að klám verður nú bannað á síðunni.

Staða Tumblr gæti versnað eftir bannið. Nordicphotos/Getty

Ákvörðun samfélagsmiðilsins Tumblr um að banna hvers kyns klám á síðunni eftir að Apple fjarlægði app miðilsins úr App Store vegna barnakláms fellur illa í kramið á meðal notenda. 

Tumblr samanstendur af ljósmyndabloggum milljóna notenda og birta sum blogganna klámfengnar myndir. Fjölmargir notendur og eigendur vinsælla blogga hafa haldið því fram að Tumblr hafi gengið of langt í viðbrögðum sínum.

The Verge ræddi við einn slíkan bloggara, sjálfstæðu klámmyndaleikkonuna Vex Ashley. „Kynlíf var ekki tabú á Tumblr. Það fékk að standa þar með reisn rétt eins og allir aðrar kimar menningar okkar kynslóðar,“ sagði Ashley.

Sami miðill fjallaði um möguleikann á því að bannið myndi hreinlega drepa Tumblr í ítarlegri umfjöllun. Bent var á að LiveJournal, ekki svo ólíkur bloggvefur, hafi svo gott sem dáið eftir að síðan tók sömu ákvörðun. Margir notenda LiveJournal hafi í kjölfarið fært sig yfir til Tumblr.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tækni

Facebook veitti aðgang að óbirtum myndum

Tækni

Soulja Boy selur vafasamar leikjatölvur

Tækni

Microsoft ætlar að byggja Edge á Chromium

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Auglýsing