Óhætt er að segja að tilkynning Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur um tilvonandi ferðalög hafi farið þvert ofan í borgarráð á fundi í gær.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni óskuðu eftir kostnaðaráætlun og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir vanþóknun sinni á sífelldum ferðalögum borgarstjóra á sama fundi.

Dagur tilkynnti að hann yrði í Kaupmannahöfn og París í opinberum erindagjörðum í næstu viku en Helga Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks Fólksins á fundinum kallaði eftir því að borgarstjóri myndi gæta hófs í ferðum erlendis og gerði utanlandsferðir að undantekningartilfellum.

Í ljósi slæmrar útkomu í reikningshaldi borgarinnar sé þar möguleiki að streyma meira fjármagni í börnin.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fóru fram á upplýsingar um áætlaðan kostnað borgarinnar og minntu á fyrri fyrirspurnir vegna ferða borgarstjóra itl Barcelona og Amsterdam sem ekki hafa fengist svör við.