Nýtt trú­fé­lag var skráð í síðasta mánuði sem ber heitið ICCI (Islam­ic Cultur­al Centre of Iceland) og eru nú 26 með­limir skráðir í fé­lagið, sam­kvæmt Þjóð­skrá Ís­lands.

Þjóð­kirkjan er enn stærsta trú­fé­lag landsins en alls voru 229.629 ein­staklingar skráðir í þjóð­kirkjuna þann 1. maí síðast­liðinn. Frá 1. Desember 2020 hafa hins vegar 88 skráð sig úr Þjóð­kirkjunni.

Næst stærsta trú­fé­lag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.671 með­limi og Frí­kirkjan í Reykja­vík með 9.996 með­limi.

Fjölgun mest í Sið­mennt og Ása­trúar­fé­laginu

Á tíma­bilinu frá 1. desember 2020 hefur fjölgunin verið mest í Sið­mennt um 143 með­limi og Ása­trúar­fé­laginu eða um 144 með­limi. Mest fækkun var í Zu­ism eða um 151 með­limi og í þjóð­kirkjunni um 88 með­limi.

Alls eru 7,7% lands­manna skráð utan trú- og lífs­skoðunar­fé­laga
Alls voru 28.416 ein­stak­lingur skráður utan trú- og lífs­skoðunar­fé­laga þann 1. maí sl. eða 7,7% lands­manna. Alls eru 55.987 manns með ó­til­greinda skráningu eða 15,1%.

Minnsta trú­fé­lag landsins er Vitund sem hefur þrjá skráða með­limi.

Heimild:Þjóðskrá