Helstu breytingar á hjólinu verða á vél, en V2-vélin hefur verið við lýði síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Ljóst er að hún mun ekki fara í gegnum Euro5-mengunarstaðalinn og því mun tveggja strokka línuvél leysa hana af hólmi. Þrátt fyrir felubúnað hjólsins má sjá að útlitið er sótt til Katanahjólsins og öfugir framdemparar ásamt 21 tommu teinafelgu að framan gera það að meira torfæruhjóli en áður.