Aiways U5 er 100% rafknúinn og kemur í tveimur útfærslum, Plus og Premium, segir í fréttatilkynningu frá Vatt. Akstursdrægnin er 410 km á fullri hleðslu en 400 km á Premium útfærslunni. Öruggisbúnaður í Aiways er staðalbúnaður, eins og blindhornsaðvörun eða 360° myndavél. Premium útfærslunni fylgir stór sóllúga, leðurinnrétting, ásamt rafstilltum sætum. Gólfið í farangursrýminu er flatt og rúmar 1.555 lítra af farangri. Nokkrir litir eru í boði þá bæði að utan og- innanverðu á innréttingum, en verðið er frá 5.190.000 kr og 5.690.000 kr fyrir Premium útfærsluna.