Mögu­leg breyting á nafni sjúk­dómsins apa­bólu verður rædd á fundi sótt­varnar­ráðs um miðjan desember. Þetta segir Guð­rún Aspelund, sótt­varnar­læknir, en hún segir á­kvörðunina liggja hjá sótt­varnar­lækni og em­bætti land­læknis.

Fyrr í vikunni til­kynnti Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin að stofnunin hefði breytt al­þjóð­lega nafninu á sjúk­dómnum apa­bólu, sem áður hét Mon­keypox. Nýtt nafn skyldi vera Mpox.

Guð­rún segir breytingu á nafninu hafa verið rædda hér­lendis, enda hafi það verið um­ræðunni í svo­lítinn tíma. „Mér þykir lík­legt að við breytum nafninu og verðum þá í sam­ræmi við al­þjóð­lega nafna­gift til að ein­falda hluti,“ segir Guð­rún.

Sem fyrr segir verður nafn­giftin rædd á fundi sótt­varnar­ráðs um miðjan desember en Guð­rún segir á­kvörðun verða tekna í fram­haldi af því. „Þá mun þetta koma inn í sjúkra­skránna fyrir næsta ár,“ segir hún.

Aðspurð hvort nýtt nafn gæti orðið í svipuðum dúr og mbóla eða abóla, segir hún að það gæti vel verið.

Í til­kynningu frá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni þar sem greint var frá breytingunni, segir að nafnið Mon­keypox, sem er ára­tuga­gamalt, hafði verið tengt við mis­munun og kyn­þátta­for­dóma.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá sótt­varnar­lækni hafa 16 manns greinst með apa­bólu hér­lendis. 319 manns hafa þegið að minnsta kosti eina bólu­setningu gegn sjúk­dómnum en 209 hafa lokið tveimur.