Á fundi undirbúningskjörbréfanefndar í gær var lagt fram minnisblað frá forsætisráðuneytinu um lagasjónarmið sem hafa þýðingu við mat á gildi kosninga. Í minnisblaðinu segir að ákvæði 121. greinar kosningalaga um uppkosningu sé afdráttarlaust um að endurtaka eigi kosningu í því kjördæmi þar sem ógildingarannmarki átti sér stað, en ekki í öðrum kjördæmum.

Breyti engu þar um þótt áhrif annmarka í einu kjördæmi hafi í reynd áhrif á kosningu á landinu öllu vegna úthlutunar jöfnunarsæta.

Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segir að nefndin sé ekki komin á þann stað að farið sé að ræða niðurstöðu.