Árangur af til­raunum lyfja­fyrir­tækisins Merck á veiru­hamlandi lyfi (e. anti­viral drug) gegn Co­vid-19 er svo góður að þær hafa verið stöðvaðar. Sam­kvæmt gögnum frá fyrir­tækinu dregur lyfið molnupira­vir úr líkum á sjúkra­hús­inn­lögnum og dauðs­föllum vegna Co­vid-smits um tæpan helming.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Merck. Merck og sam­starfs­fyrir­tækið Rid­geback Biot­hera­peutics segja í yfir­lýsingunni að þau hyggist sækja um bráða­birgða­heimild fyrir notkun lyfsins í Banda­ríkjunum. Molnupira­vir gæti því orðið fyrsta veiru­hamlandi taflan gegn Co­vid.

Þessi mark­verði árangur gerði það að verkum að sjálf­stæð nefnd sér­fræðinga, sem fylgst hefur með til­raunum Merck, á­kvað að stöðva þær. Tilraunagögnin hafa þó ekki verið gefin út eða rit­rýnd.

Merck er þegar farið að fram­leiða lyfið í miklu magni og býst við að fram­leiða 10 milljónir skammta fyrir lok árs og hafa banda­rísk stjórn­völd keypt 1,2 milljónir þeirra á 1,2 milljarð dollara. Lyfið skal tekið tvisvar á dag í fimm daga.

Lyfið gæti breytt miklu um hvernig tekist er á við Co­vid-19.
Mynd/Merck

Gæti breytti miklu

Þrátt fyrir að ýmsar með­ferðir séu í boði við Co­vid-19, að ó­gleymdum bólu­efnunum, hefur til­finnan­lega skort ein­falda og ó­dýra lyfja­með­ferð. Lyfið gæti breytt miklu í fá­tækari ríkjum þar sem skortur er á bólu­efnum og fjár­magn skortir fyrir kostnaðar­samri með­ferð við Co­vid.

Merck hefur veitt fimm sam­heita­lyfja­fyrir­tækjum á Ind­landi leyfi til að framleiða molnupira­vir til að auka fram­leiðslu­getu og fram­boð í fá­tækari ríkjum. Þeim verður boðið lyfið á lægra verði en þau sem efnaðri eru.

Alls tóku 775 manns í al­þjóð­legum til­raunum með lyfið. Fólkið var með ein­kenni Co­vid, mild eða miðlungs mikil, og öll höfðu í það minnsta einn undir­liggjandi á­hættu­þátt á borð við of­fitu eða háan aldur. Fólkið hóf með­ferð með molnupira­vir innan fimm daga frá því ein­kenndi greindust og mátti ekki vera bólu­sett.

Helmingur þátt­tak­enda fékk lyfið og helmingurinn lyf­leysu. Enginn dauðs­föll urðu meðal þeirra sem fengu lyfið en átta meðal þeirra sem fengu lyf­leysu. Einungis 7,3 prósent þeirra sem fengu það lögðust inn á spítala - helmingi lægra hlut­fall en hjá þeim sem fengu lyf­leysu.

Molnupira­vir gæti orðið fyrsta veiru­hamlandi taflan gegn Co­vid.
Mynd/Merck