Met­fjöldi Co­vid-smita hefur greinst síðast­liðna þrjá daga og voru þau 200 í gær. Í ljósi fjölgunar smita var Sjúkra­tryggingum Ís­lands í gær falið að út­vega fleiri rými til ein­angrunar þeirra sem þurfa á ein­angrun að halda vegna Co­vid sýkingar og hafa ekki mögu­leika á ein­angrun annars staðar.

Samningar liggja nú fyrir um slík úr­ræði og nýtt far­sóttar­hús verður opnað við Suður­lands­braut fyrir helgi, þar sem fyrir­séð er að far­sóttar­húsin við Rauðar­ár­stíg muni ekki lengur anna þörfinni.

Far­sóttar­húsið verður í hús­næði Reykja­vík Lights Hotel en það er 105 her­bergja hótel við Suður­lands­braut 12. Sjúkra­tryggingar hafa sam­hliða samið við Rauða Krossinn um að annast þjónustu við gesti hins nýja far­sóttar­húss.

Rekstur far­sóttar­húsa er mikil­vægur liður í því að hefta út­breiðslu nú­verandi smit­bylgju í far­aldrinum og draga þannig úr á­lagi á sjúkra­húsum að því er segir í til­kynningu frá Sjúkra­tryggingum Ís­lands.