Jón Gunnars­son dóms­mála­ráð­herra vonast til þess að geta mælt fyrir frum­varpi um breytingu á lög­reglu­lögum í næstu viku.

Breytingar sem má finna í frum­varpinu snúa að vopna­burði lög­reglu, af­brota­vörnum og eftir­liti með lög­reglu. Málið var rætt á fundi ríkis­stjórnarinnar í morgun og fer nú frum­varpið til um­ræðu hjá þing­flokkum ríkis­stjórnar­flokkanna.

Jón segir að frum­varpið sé að miklu leyti svipað því sem að var þegar það fór í sam­ráðs­gátt fyrr á þessu ári en að þó hafi verið bætt við það aukinni heimild til eftir­lits með lög­reglu og Nefnd um eftir­lit með störfum lög­reglu efld veru­lega.

„Breytingarnar sem eru mest á­berandi núna eru styrking á eftir­lits­nefnd með störfum lög­reglu og nýju em­bætti innan lög­reglunnar sem er gæða­stjóri sem snýr að innra eftir­liti. Við erum að styrkja veru­lega þann þátt starfsins,“ segir Jón.

Fjölga starfsmönnum og gæðastjóri tekur til starfa

Hann segir að innan nefndarinnar starfi að­eins einn starfs­maður en að þeim verði fjölgað í tvo og nefndar­mönnum sömu­leiðis fjölgað í fimm og for­maður nefndar í fullu starfi.

„Við erum að styrkja veru­lega þann hluta málsins eins og ég hafði boðað að yrði gert.“

Áttu von á því að það verði vel tekið í frum­varpið, það talar á­gæt­lega inn í það sem hefur verið að gerast í sam­fé­laginu?

„Frum­varpið er auð­vitað löngu komið fram og í sjálfu sér ekkert tengt þessum at­burðum sem hafa komið upp á þessu ári en þessi at­burður í­trekar enn frekar að búa vel að þessum heimildum lög­reglu á­samt þeim að­gerðum sem við erum að grípa til og erum með í undir­búningi,“ segir Jón og á þá við eflingu starf­semi hennar sem snýr að skipu­lagðri glæpa­starf­semi og al­mennri lög­gæslu.

Hann segir að nú þegar sé farin beiðni fyrir fjár­laga­nefnd um aukið fé til þessara mála­flokka.

Auknar heimildir lögreglu

Frumvarpið fór í samráðsgátt í mars á þessu ári. Samkvæmt því verða lögreglu verða veittar stór­auknar heimildir til að safna upplýsingum og hafa eftir­lit með al­menningi og til­teknum ein­stak­lingum án þess að um rann­sókn til­tekins saka­máls sé að ræða auk þess sem ríkis­lög­reglu­stjóra verður falið að starf­rækja rann­sóknar­lög­reglu­deild og greiningar­deild sem fari með það hlut­verk að koma í veg fyrir og rann­saka land­ráð, brot gegn stjórn­skipan ríkisins og æðstu stjórn­völdum.

Ítarlega er fjallað um frumvarpið eins og það var í samráðsgáttinni í fréttunum hér að ofan og neðan.