Norðmenn reikna með því taka nýja tegund af bóluefni gegn kórónavírusnum í lok febrúar. Frá þessu greina norskir fjölmiðlar í dag.

Verdens Gang segir frá því að takmarkaður fjöldi skammta af bóluefninu Nuvaxovid frá Novavax verði sendir til Noregs og muni þá standa þeim sem vilja til boða. Norðmenn hafi keypt hálfa milljóna skammta af Nuvaxovid.

Mun Nuvaxovid vera byggt á próteinum og á hefðbundmari framleiðsluaðferðum bóluefna heldur en notuð er við mRNA-bóluefni.

Ekki er talin mikil þörf fyrir Nuvaxovid bóluefnið í Noregi og er gert ráð fyrir að hluti þess verði sendur til landa þar sem skortur er á slíkum efnum.