Áhöfn um borð í björgunarskipinu Gísla Jóns náðu að setja 30 tonna rækjuveiðiskip í tog eftir að skipið varð vélarvana í morgun.

Kallað var eftir hjálp klukkan hálf ellefu í morgun vegna skipsins sem varð vélarvana skips með þrjá menn um borð innarlega í Ísafjarðardúpi.

Björgunarskipið var komið á vettvang klukkan 11:44 en áhöfninni á því hafði þá tekist að hægja á reki með því að kasta út akkeri. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason​, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Fréttablaðið.

Gísli Jóns er nýtt björgunarskip Landsbjargar og leysti af hólmi björgunarskipið Gunnar Friðriksson í fyrra. Skipið er mun hraðskreiðara en einnig með betri aðbúnað um borð og var því viðbragðstíminn stuttur í dag.

„Þetta gengur vel og allir heilir á húfi,“ segir Davíð Már. Skipin tvö eru nú á leiðinni til hafnar á Ísafirði.

Þá tókst í snarheitum að koma taug yfir í vélarvana skipið.
Mynd:Landsbjörg