Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu hafði í mörg horn að líta fyrsta sólar­hring ársins en alls voru 109 sjúkra­flutningar og 24 verk­efni á dælu­bíla skráð. Segir slökkvi­liðið í upp­færslu á Face­book-síðu sinni að nýja árið byrji „hressi­lega“.

Tæp­lega helmingur sjúkra­flutninga voru svo­kallaðir for­gangs­flutningar en út­köllin á dælu­bíla voru nánast ein­göngu vegna vatns­leka og elds í rusla­tunnum og gámum eftir í­kveikjur.

„Frá því á föstu­dag hafa verið 42 út­köll í heildina og af því um helmingur eldur í rusli og þriðjungur vatns­lekar. Sem sagt nóg að gera þessa helgi. Annars erum við góð og tökum á móti fyrstu vinnu­vikur ársins með bros á vör,“ segir í skeyti slökkvi­liðsins.