Önnur kynslóðin líkt og hin fyrri verður bæði boðin sem Niro og eNiro en frekari tækniupplýsingar hafa ekki ennþá verið gefnar upp. Hann mun þó ekki vera byggður á E-GMP undirvagninum heldur á uppfærslu á núverandi undirvagni. Þess vegna má búast við svipuðum vélbúnaði og áður með einhverjum smávægilegum uppfærslum.

Frammi í bílnum er allt mikið breytt og koma hurðasyllur upp að hvalbak og aflöng bogalína í mælaborði.

Útlit nýja bílsins er þó töluverð breyting og sækir hann útlitið í Habaniro-tilraunabílinn. Er það aðallega framendinn sem er breyttur og tvískiptur litur á C-bita bílsins. Þar eru afturljósin líka komin og ná alla leið að þaklínunni. Eins er innréttingin ný af nálinni og er með löngum boga yfir allan bílinn með stórum upplýsingaskjá innbyggðum. Bíllinn verður með búnaði sem gerir eiganda kleift að setja inn græn svæði þar sem að tengiltvinnbíllinn mun þá einungis keyra á rafmagninu.