Margar spurningar hafa vaknað í kjölfar tilkynningar um nýtt afbrigði kórónuveirunnar í heiminum. Nýjasta afbrigðið er það stökkbreyttasta sem hefur fundist hingað til að því er fram kemur á vef BBC.

Afbrigðið nefnist B.1.1.529, eru yfir þrjátíu stökkbreytingar í broddpróteini þess. Flest bóluefni nota broddpróteinið til þess að virkja ónæmiskerfið gegn Covid og stökkbreytingar í því geta erfiðað ónæmisfrumum að vinna bug á veirunni.

Ósvaraðar spurningar

Miklar vangaveltur eru um þetta nýja afbrigði og líkt og áður eru menn að velta fyrir sér spurningum á borð við; hversu hratt nýja afbrigðið dreifir sér, getu þess til að komast fram hjá þeirri vernd sem bóluefni veita og hvað sé hægt að gera.

Hingað til er staðfest tilfelli af nýja afbrigðinu mest í Suður-Afríku, vísbendingar eru þó um að það gæti hafa breiðst frekar út.

Mikilvægt að vita hvað stökkbreytingar fela í sér

Prófessor Tulio de Oliveira, sem er forstöðumaður miðstöðvar fyrir faraldursviðbrögð og nýsköpun í Suður-Afríku, segir nýja afbrigðið koma að óvart, stökkbreytingar þess væru 50 í heildina, fleiri en 30 á broddpróteini þess.

de Oliveira, segir mikla stökkbreytingu ekki þurfa þýða neitt slæmt hins vegar sé mikilvægt að vita hvað þær geta gert.

Sumar stökkbreytinganna geri það erfiðara fyrir mótefni að þetta veiruna sem gæti leitt til þess að bóluefni virki verr.

Herða takmarkanir í Bretlandi

Bretar hafa hert takmarkanir vegna nýja afbrigðisins. Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að fara í sóttkví við komuna til Bretlands.

Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segir vísindamönnum brugðið, enn sé verið að rannsaka afbrigðið.