Nýsköpunarkeppnin Hack the crisis Iceland- stafrænt Hakkaþon heldur áfram í dag. Beint streymi frá viðburðinum má sjá hér að neðan. Um er að ræða nýsköpunarkeppni sem stendur fram á mánudag þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram.

Áskoranirnar eru eftirfarandi: Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu, nýsköpun í félags- og velferðarmálum, nýsköpun í menntamálum, nýsköpun í atvinnumálum og svo er opinn flokkur. Veitt verða verðlaun að andvirði 2,5 millljónum króna.