Tveir nýsjálenskir ferðamenn birtu myndbönd af sér á samfélagsmiðlum að aka utan vegar á Íslandi. Um er að ræða ljósmyndarana Bridget Thakwray og Topher Richwhite sem eru með 311 þúsund fylgjendur á Instagram. Þau birtu myndbönd af atvikinu í Instagram „story“.

Í myndbandinu má heyrast stef úr laginu I love it eftir Icona Pop en textinn er einmitt viðeigandi: „I don't care. I love it.“

Þau sjást keyra yfir sandinn upp við Mælifell á Mýrdalssandi. Þess má geta að vegur er rétt hjá fjallinu.

Svo virðist sem parið sé enn á Íslandi en þau birtu myndband á „story“ fyrir tveimur klukkutímum þar sem þau sjást keyra um hálendið.

„Það hefur reynst mikil áskorun að komast að Mælifelli,“ skrifaði parið á Instgram og taka fram að ákveðnir vegir hafi verið lokaðir en þökk sé jeppanum hafi þau komist á áfangastað.