Ríkis­stjórn Nýja-Sjá­lands hefur varað við því að endur­skoða þurfi fyrir­hugaðar á­ætlanir um að opna landa­mærin fyrir ferða­löngum í byrjun næsta árs vegna vaxandi smita af hinu bráð­smitandi Delta af­brigði.

Fimm­tán ný smit greindust í Nýja-Sjá­landi í dag og er heildar­fjöldi smita í nú­verandi bylgju far­aldursins þar í landi orðinn 855.

Um að er að ræða fimmta daginn í röð sem smit hafa verið um eða undir 21 á dag og eru vonir bundnar við að far­aldurinn sé í rénun en hvernig bylgjan hófst er enn á huldu.

Öll hinna nýju smita greindust í Auck­land þar sem sam­komu­bann er við lýði og skil­greint á fjórða hættu­stigi al­manna­varna þar til í næstu viku á meðan restin af landinu er á öðru hættu­stigi, með ein­hverjar fjölda­tak­markanir og grímu­skyldu á vissum stöðum.

Talið er að líkurnar á því að Ný­sjá­lendingar muni opna landa­mærin á næstunni fari þverrandi en landið hefur verið lokað frá því að far­aldurinn hófst vorið 2020.

Chris Hip­kins, ráð­herra smit­varna, sagði ný­sjá­lenska þinginu á þriðju­dag að á­ætlun ríkis­stjórnarinnar um að endur­opna landið, sem voru birtar að­eins nokkrum dögum áður en nú­verandi bylgja hófst, þyrftu al­gjöra endur­halningu.

Partur af þeirri á­ætlun myndi verða á­hættu­greining á öðrum löndum svo staðir með hátt hlut­fall af bólu­setningum og lága smit­tíðni myndu verða skil­greind ó­líkt þeim þar sem veiran er í al­gleymingi.

„Við erum að skoða stöðu þar sem maður gæti lag­skipt lönd út frá á­hættu og ég held að í Delta á­standinu þurfum við í raun að í­huga hvort að það sé eitt­hvað sem er við­eig­andi að gera, taka til greina að öll lönd, allt fólk sem kemur inn í landið á þessum tíma­punkti, komi með á­kveðinni á­hættu,“ sagði Hip­kins.

Af heildar­fjölda smitanna í Nýja-Sjá­landi hafa 215 manns náð bata aftur, 37 eru á spítala, þar af 6 á gjör­gæslu og 4 í öndunar­vél.

Meiri­hluti hinna 855 sem greinst hafa með veiruna hafa verið óbólu­settir en 115 höfðu fengið einn skammt af bólu­efni og 38 voru full­bólu­settir. Þriðjungur Ný­sjá­lendinga eru full­bólu­settir og rúm 60 prósent 12 ára og eldri hafa fengið fyrsta skammt.