Bíllinn verður fyrst boðinn með e-Power sem er 1,5 lítra bensínvél ásamt rafmótor og lítilli rafhlöðu sem samtals skila 184 hestöflum og 330 Nm togi. Í því kerfi sér vélin ekki um að drífa hjólin heldur að halda rafhlöðunni fullhlaðinni í akstri, og er vélin því undir minna álagi sem þýðir minni eyðslu og minni mengun. Aksturseiginleikar hans verða því meira eins og í rafbíl með snöggu togi í upptaki en minni þyngd. Einnig verður boðin fjórhjóladrifsútgáfa sem kallast e-4ORCE sem sömuleiðis nýtir e-Power. Bíllinn mun fá tvo 12,3 tommu upplýsingaskjái innandyra auk 10,8 tommu framrúðuskjás.