Bíllinn náðist á mynd fyrir utan prófunarbraut merkisins í nágrenni Gautaborgar. Eins og sést á myndinni er bíllinn nokkuð breyttur, með breiðari vængjum, endurhönnuðum framenda og nýtískulegum felgum. Það sem vekur þó mesta athygli er sú staðreynd að hvergi er að sjá pústkerfi undir bílnum. Það gæti þýtt að bíllinn sé rafdrifinn enda hefur Volvo sagt að 50% bíla sinna verði rafdrifnir innan fimm ára. Samkvæmt ökutækjaskránni í Svíþjóð er bíllinn skráður á Mattias Evensson sem er þróunarstjóri Cyan Racing sem er mótorsportarmur Geely, eiganda Volvo merkisins. Hann er reyndar skráður sem 1964 módel og var áður í eigu Jonas Christian Dahl sem átti Polestar merkið frá 2004 til 2015. Allt þetta gæti bent til þess að um einstak eintak sé að ræða og ekki standi til að hefja framleiðslu á slíkum bíl.