Dóms­mála­ráð­herra opnaði í dag nýjan vef sýslu­manna á Ís­land.is á­samt Kristínu Þórðar­dóttur formanns Sýslu­manna­ráðs og Andra Heiðari Kristins­syni fram­kvæmda­stjóra Staf­ræns Ís­lands.

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu kemur fram að vefurinn marki nýtt upp­haf fyrir sýslu­menn í raf­rænni þjónustu. Þar verður þar í boði ýmis ný þjónusta sem miðar að því að auð­velda að­gengi al­mennings að upp­lýsingum frá sýslu­mönnum. Þar verður net­spjall, spjall­menni sem svarar spurningum og síðar í mánuðinum verður þjónustu­vefur settur upp þar sem hægt er að finna svör við al­gengustu spurningum í helstu mála­flokkum sýslu­manna.

„Em­bætti sýslu­manna taka nú stórt skref í staf­rænni þjónustu ríkisins. Þessi vefur mun auð­velda að­gang al­mennings að upp­lýsingum og þjónustu sýslu­manna og það verður á­nægju­legt að fylgjast með þegar fleiri og fleiri þjónustu­þættir færast yfir í staf­rænt form,“ segir Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra, í til­kynningunni.

Þá er greint frá því að á síðustu mánuðum hafi orðið gríðar­leg aukning í staf­rænni þjónustu og sjálfs­af­greiðslu­lausnum. Sem dæmi sóttu um 80 prósent sér saka­vott­orð í gegnum staf­ræna sjálfs­af­greiðslu í stað þess að mæta á skrif­stofu sýslu­manna, eða um 4.000 manns.

„Sýslu­menn hafa tekið risa­stökk á stuttum tíma í því að bæta staf­ræna þjónustu og því hefur verið mjög vel tekið af al­menningi. Þetta sýnir að þörfin var fyrir hendi hjá og hefur gert sýslu­menn að leiðandi stofnunum þegar kemur að staf­rænni þjónustu,“ segir Andri Heiðar Kristins­son, fram­kvæmda­stjóri Staf­ræns Ís­lands, í til­kynningunni.

Áslaug greindi frá því að 80 prósent hafi sótt sér saka­vott­orð í gegnum staf­ræna sjálfs­af­greiðslu í stað þess að mæta á skrif­stofu sýslu­manna, eða um 4.000 manns
Fréttablaðið/Valli

Um­sóknir um rekstrar­leyfi, tæki­færis­leyfi og gisti­staða­leyfi nú raf­rænar

Um­sóknir um meistara­bréf eru nú raf­rænar á­samt vott­orði um vinnu­tíma til sveins­prófs. Um­sóknir um rekstrar­leyfi, tæki­færis­leyfi og gisti­staða­leyfi eru einnig raf­rænar. Sér­stök á­hersla er lögð á að gera allt ferlið varðandi leyfis­veitingar staf­rænt og að þjónustan sæki nauð­syn­leg gögn með staf­rænum hætti. Þannig er búið að lág­marka að­komu starfs­manna og um­sækj­endur þurfa ekki að flakka á milli stofnana til að verða sér úti um gögn.

Ýmis þjónusta raf­ræn áður en langt um líður

Þá kemur fram að það standi til að ýmsir þjónustu­þættir verði stafrænir áður en langt um líður. Veð­bókar­vott­orð verða fljót­lega raf­ræn, um­sókn um fullnaðar­skír­teini, ný öku­skír­teini og endur­nýjun öku­skír­teinis verður raf­ræn, um­sókn um breytingu á lög­heimili og/eða for­sjá barns verður staf­ræn og að auki munu for­eldrar geta undir­ritað samninga sín á milli raf­rænt.

„Sýslu­menn vilja verða leiðandi þegar kemur að staf­rænni opin­berri þjónustu og er það okkur sér­stak­lega á­nægju­legt að vera komin fyrst stofnana hins opin­bera inn á vef Ís­land.is til að geta boðið upp á raf­ræna þjónustu hvar og hve­nær sem er“ segir Kristín Þórðar­dóttir, for­maður Sýslu­manna­ráðs, í til­kynningunni.

Vef­svæði sýslu­manna á Ís­land.is