Skoda Enyaq er sérlega rúmgóður eins og Skoda er einum lagið, með ríkulegt geymslupláss og rúmt innanrými, segir í fréttatilkynningu frá Heklu.. Hönnun Enyaq er stílhrein og framsækinn á sama tíma ásamt því að mikið var lagt upp úr því að plássið í bílnum nýtist sem allra best. Fjölmörg geymsluhólf eru meðal þess sem einkennir innanrýmið en umhverfisvæn áklæðisefni setja síðan punktinn yfir i-ið.

„Frumsýning Enyaq markar nýtt tímabil fyrir Skoda. Þetta er fyrsti rafbíllinn okkar sem er byggður á MEB grunninum. Með Enyaq höfum við fundið vistvænum lausnum góðan farveg með langri drægni, hraðri hleðslu, einföldu sniðsmáti og viðráðanlegum verðum. Enyaq er framleiddur í hjarta Skoda, Mladá Boleslav, þar sem verksmiðjan okkar er sú eina innan Evrópu, fyrir utan Þýskaland, sem framleiðir bíla byggða á MEB grunninum. Þetta er góður vitnisburður um sérþekkingu Skoda og vil ég þakka öllu því góða fólki sem gerði bílinn að veruleika. Bíllinn er frábær ég er stoltur af Skoda teyminu.“ - Thomas Schafer forstjóri Skoda Auto við frumsýningu Enyaq.

Í vikunni kom svo til landsins enn sportlegri útgáfa af Enyaq og heitir sá Sportline og kemur á nýstárlegri felgum og troðfullur af sportlegum staðalbúnaði.

„Nú þegar höfum við hafið afhendingar á Skoda Enyaq til nýrra eigenda sinna og hefur bíllinn vakið mikla lukku. Þetta er stórt skref fyrir Skoda og þessi alrafmagnaði fjölskyldubíll er sérstaklega góður fyrir þá sem keyra mikið og þurfa pláss fyrir fjölskylduna, nú eða golfsettið! Við erum með þrjá sýningarbíla inn í sýningarsalnum hjá okkur á Laugavegi og tvo aðra til að lána fólki í reynsluakstur. Ég hvet fólk til að koma við hjá okkur og prófa nýjan Skoda Enyaq,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri Skoda.