Lucie Samcová - Hall Allen af­henti Guðna Th. Jóhannes­syni, for­seta Ís­lands, trúnaðar­bréf sitt á Bessa­stöðum þann 15. se­ptem­ber síðast­liðinn.

Í til­kynningu frá Sendi­nefnd Evrópu­sam­bandsins á Ís­landi kemur fram að sendi­herrann og for­setinn hafi rætt saman um margt sem er ofar­lega á baugi í heims­málunum og sam­skipti Ís­lands og Evrópu­sam­bandsins.

Lucie Samcová er frá Prag í Tékk­landi og hefur starfað fyrir Evrópu­sam­bandið síðan 2005, meðal annars fyrir ráð­herra­ráðið og utan­ríkis­þjónustuna. Hún hefur reynslu af ýmiss konar al­þjóða­sam­skiptum en hún hefur til að mynda starfað fyrir sendi­nefnd ESB gagn­vart Sam­einuðu þjóðunum og öðrum al­þjóða­stofnunum í Genf í Sviss. Hún hefur lokið há­skóla­námi í blaða­mennsku, hag­fræði og stjórnun.

„Tengsl Evrópu­sam­bandsins og Ís­lands eru afar náin. Þau byggja helst á samningnum um Evrópska efna­hags­svæðið (EES) sem endur­speglar gagn­kvæmt traust og og skuld­bindingu okkar og veitir svig­rúm til þróunar og breytinga, þegar upp koma nýjar á­skoranir. Án nokkurs vafa er EES-samningurinn víð­feðmasta sam­vinna Evrópu­sam­bandsins á heims­vísu, því hann felur í sér fjór­frelsið, kjarna innri markaðar ESB,“ er haft eftir Lucie Samcová – Hall Allen í til­kynningunni.

Hún segir að frá undir­skrift EES-samningsins hafi yfir 10% íbúa á Ís­landi notið góðs af Erasmus-á­ætluninni sem styður fólk til að nema og búa í öðru landi. Nú eigi um 40.000 manns frá Evrópu­sam­bands­þjóðunum heima á Ís­landi, sem sam­svarar meira en 10% lands­manna. Þessar tölur sýni hversu náið og mikil­vægt sam­band Ís­lands og ESB er.

„Síðast en ekki síst vil ég minnast á sam­vinnuna sem gerir okkur kleift að takast á við þær mörgu á­skoranir sem við stöndum nú frammi fyrir. Það er ein­lægur og sam­eigin­legur vilji ESB og Ís­lands að takast á við lofts­lags­breytingar, vernda norður­slóðir og stuðla að jafn­rétti kynjanna, svo eitt­hvað sé nefnt. Starfs­fólk sendi­nefndar Evrópu­sam­bandsins á Ís­landi ein­setur sér að vinna að þessum mark­miðum og við­halda okkar far­sæla sam­starfi,“ segir Lucie.

„Tengsl Evrópu­sam­bandsins og Ís­lands eru afar náin,“ segir Lucie sem er frá Prag, höfuðborg Tékklands.
Sendinefnd ESB