Eyja­listinn og Fyrir Heima­ey munu á­fram mynda meiri­hluta í bæjar­stjórn Vest­manna­eyja á næsta kjör­tíma­bili. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Mál­efna­samningur meiri­hlutans var undir­ritaður í Eld­heimum í dag. Í til­kynningu segir að fjöl­skyldu-og fræðslu­mál verði á­fram í for­gangi; sam­hliða á­byrgum rekstri og fjár­festingu í inn­viðum sam­fé­lagsins. Sömu­leiðis verður lögð á­hersla á að veita bæjar­búum fram­úr­skarandi þjónustu.

Segir í til­kynningunni að sam­komu­lag sé um að Íris Róberts­dóttir verði á­fram bæjar­stjóri; Njáll Ragnars­son for­maður bæjar­ráðs og Páll Magnús­son for­seti bæjar­stjórnar.

Eyja­listinn verður með for­mennsku í fjöl­skyldu- og tóm­stunda­ráði og fram­kvæmda- og hafnar­ráði og Fyrir Heima­ey verður með for­mennsku í fræðslu­ráði og um­hverfis- og skipu­lags­ráði.

Málefnasamning meirihlutans má lesa hér.