Odd­vitar Fram­sóknar, Sam­fylkingar, Pírata og Við­reisnar í Reykja­vík hafa boðað til sam­eigin­legs blaða­manna­fundar þrjú í dag til að kynna nýjan meiri­hluta Reykja­vík og mál­efna­samning flokkana.
Blaða­manna­fundurinn fer fram við stöðvar­stjóra­húsið í Elliða­ár­dal og verður utan­dyra.

Við­ræður flokkana hafa staðið síðan 25. maí og legið hefur í loftinu alla helgina að við­ræður væru á loka­metrunum. Frétta­blaðið greindi frá því í gær­kvöldi að boðað hefði verið til alls­herjar­fundar hjá Reykja­víkur­fé­lögum Sam­fylkingarinnar og í borgar­mála­ráði Fram­sóknar. Þeir fundir fara fram í kvöld. Vænta má að sam­bæri­legir fundir fari fram hjá Pírötum og Við­reisn.

Saman hafa þessir flokkar 13 borgar­full­trúa af tuttugu og þremur full­trúum í borgar­stjórn.