Halla Björk Reynisdótrtir sem skipar 3ja sæti L-listans staðfestir í samtali við Fréttablaðið að L-listi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hittist síðar í dag til að ræða nýjan meirihluta á Akureyri.

Halla Björk segir eðlilegt að skoða grundvöll þess að þrír stærstu flokkarnir vinni saman. Um sterkan meirihluta, sjö af ellefu fulltrúum yrði að ræða, ef samræðurnar skili árangri.

Spurð um áherslumun flokkanna þriggja segir Halla Björk að Sjálfstæðisflokkur hafi í kosningabaráttunni farið fram með nýjan leikskóla. L-listinn telji slíkt ekki raunhæft.

„Við erum alsæl með útkomuna,“ segir Halla Björk en L-listinn fékk þrjá menn í bæjarstjórn og er sigurvegari kosninganna á Akureyri.

Fulltrúar bæjarstjórnar á Akureyri.
Skipting atkvæða.