Loka­drög að nýjum lofts­lags­samningi Sam­einuðu þjóðanna voru sam­þykkt af öllum 197 aðildar­ríkjum á COP26 í Glas­gow um átta­leytið í kvöld. Við­ræður um loka­út­gáfu samningsins höfðu dregist mjög á langinn og var það einna helst orða­lag ýmissa á­kvæða sem flæktist fyrir leið­togunum. Loka­drögin eru mest­megnis ó­breytt frá því sem kynnt var fyrr í dag, en þó vekur at­hygli breyting á á­kvæði um kola­iðnað, sem var gerð seint í ferlinu og kom mörgum í opna skjöldu.

Alok Sharma, for­seti COP26, sagði samninginn vera ó­full­kominn en vera til vitnis um sam­stöðu ríkjanna. Þá baðst hann af­sökunar á sein­kuninni.

„Ég biðst af­sökunar á þessari fram­vindu og - mér þykir það virki­lega leitt. Ég skil von­brigðin. En eins og fram hefur komið er nauð­syn­legt við verndum þennan samning“ sagði hrærður Alok Sharma, for­seti ráð­stefnunnar, og upp­skar mikið lófa­klapp.

„Ég vona að við getum yfir­gefið þessa ráð­stefnu vitandi að okkur hafi tekist að skapa eitt­hvað þýðingar­mikið fyrir jarðar­búa og plánetuna í sam­einingu.“

Orða­lagi um kola­notkun breytt á síðustu stundu

Orða­lagi samningsins þegar kemur að kola­notkun var breytt rétt fyrir lok ráð­stefnunnar úr að „horfið yrði frá“ notkun kola, yfir í að „dregið yrði úr“. Bæði Kín­verjar og Ind­verjar þrýstu á að orða­laginu yrðu breytt og fengu það loks í gegn í kvöld.

Að sögn BBC er breytingin um­deild en var þó sam­þykkt gegn því að vernda önnur mikil­væg á­kvæði samningsins. Sharma bað við­stadda að sættast á mála­miðlanir textans og benti á að með yfir­lýsingunni væri hægt að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu.

Mun ekki duga til að upp­fylla 1,5 gráðu mark­miðið

Að sögn The Guar­dian mun samningurinn þó duga skammt til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðum, eins og mark­mið Parísar­sam­komu­lagsins kveða á um. Í stað þess ætla öll 197 löndin sér að setjast aftur að samninga­borðinu á lofts­lags­ráð­stefnunni í Egypta­landi og endur­skoða lands­mark­mið sín með því mark­miði að draga enn frekar úr losun.

Það mun þó ef­laust verða þrautin þyngri því sum lönd segjast þegar vera að gera sitt allra besta. Jafn­vel hið til­tölu­lega litla skref að endur­skoða mark­miðin á COP26 tókst að­eins með gífur­legum herkjum en enn metnaðar­fullri mark­mið eru þó nauð­syn­leg ef heimurinn á að komast hjá því að fara yfir 1,5 gráðu markið.