Bíllinn kemur í sölu í sumar en því miður verður hann ekki seldur í Evrópu þrátt fyrir að hann mengi minna en fyrri kynslóð. Bíllinn byggir á TNGA undirvagninum og er fyrsti grindarbíllinn til að nota hann en útgáfan kallast GA-F. Fimmtán ár eru síðan að 200 serían kom fram á sjónarsviðið svo kominn var tími á endurnýjun. Nýjar vélar verða í bílnum, báðar V6 með tveimur forþjöppum, önnur 3,3 lítra dísilvél og hin 3,5 lítra bensínvél. Toyota hefur ekki gefið upp tækniupplýsingar yfir nýju vélarnar ennþá. Við þær verður 10 þrepa sjálfskipting og auk þess fær 300 línan endurhannað fjöðrunarkerfi. Innréttingin er endurhönnuð og fær breiðan upplýsingaskjá ásamt betra efnisvali en áður. Þrátt fyrir það verður bíllinn 200 kílóum léttari en 200 serían.