Ný­verið greindist Bo­vine Para­in­flu­enza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á landi. Um er að ræða veiru sem veldur vægri öndunar­færa­sýkingu í naut­gripum. Frá þessu er greint í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun, MAST, en þar kemur fram að ekki sé á­stæða til að grípa til sér­stakra að­gerða vegna greiningarinnar. Fyrir­hugað er að taka sýni víða á landinu á næstu mánuðum til að kanna út­breiðslu veirunnar. Veiran veldur ekki sýkingum í fólki og hefur ekki á­hrif á heil­næmi mjólkur og kjöts.

Í til­kynningu segir að á kúa­búi á Norður­landi-eystra þar sem kýr voru bæði með skitu og ein­kenni frá öndunar­færum á sama tíma, voru sýni tekin og rann­sökuð með til­liti til ýmissa veira. Til­rauna­stöð HÍ í meina­fræði að Keldum sá um að senda sýnin til er­lendra rann­sóknar­stofa í við­eig­andi rann­sóknir miðað við sjúk­dóms­ein­kenni. Sýnin voru öll nei­kvæð m.t.t. mót­efna gegn smitandi slím­húðar­pest (BVD), smitandi barka­bólgu (IBR (BHV1)) og smitandi öndunar­færa­bólgu (BRSV) en já­kvæð hvað varðar mót­efni gegn BPIV3.

BPIV3 er sam­kvæmt til­kynningunni land­læg í naut­gripum víðast hvar í heiminum. Veikindi eru al­gengust í kálfum sem ekki hafa fengið næg mót­efni í gegnum brodd. Sýkingin er yfir­leitt væg. Helstu ein­kenni eru hiti, nef­rennsli og þurr hósti. Í kjöl­far BPIV3 sýkingar geta komið önnur smit­efni, sem valda mun al­var­legri ein­kennum.

Sjúk­dóms­ein­kennin í gripunum á þeim bæ sem sýkingin greindist á hér, voru aðal­lega þurr hósti, mæði við á­reynslu og blóð­nasir. Ein­kennin voru vægari í kálfunum en kúnum. Veikindin gengu yfir á nokkrum vikum.

„Mikil­vægt er að bændur og allir sem starfa sinna vegna koma inn á kúa- og nauta­eldis­bú gæti á­vallt vel að sótt­vörnum. Mikil­vægustu liðir í að draga úr hættu á smit­dreifingu er að klæðast hreinum hlífðar­fatnaði, þrífa skó­fatnað vel eftir hverja heim­sókn og þvo hendur,“ segir í til­kynningunni og að þó svo að BPIV3 hafi ekki greinst áður hér á landi telur Mat­væla­stofnun ekki ó­lík­legt að BPIV3 sé í ein­hverju mæli til staðar í naut­gripum.