Líkt og áður er útlit nýs Honda HRV með meira kúpulagi en margir aðrir jepplingar í sama f lokki. Kominn er endurhannaður framendi með nýju útliti og grilli. Vélarhlífin er lengri en áður og aðalljósin mjórri. Í stað bensín- og dísilvéla eingöngu er komin e:HEV tvinnbúnaður. Þótt Honda hafi ekki gefið upplýsingar um e:HEV tvinnútfærsluna í HRV er að öllum líkindum um sömu vél að ræða og í Honda Jazz. Sá bíll notar 1,5 lítra bensínvél ásamt tveimur rafmótorum sem skilar samtals 108 hestöf lum. Annar rafmótorinn er tengdur beint við vélina og virkar eins og rafall til að hlaða rafhlöðu bílsins. Búast má við að þessi útfærsla verði aflmeiri í HRV. Innanrými er endurhannað og að sögn Honda fer mjög vel um fjóra fullorðna í bílnum. Í HRV verður nú í boði svipuð aftursæti og í Jazz þar sem hægt verður að leggja setu aftursæta upp að bakinu til að skapa betra f lutningsrými. Ekkert verð hefur verið gefið út fyrir nýjan HRV en hann er væntanlegur hingað til lands í lok árs.