dirvagni og C-línan og þótt bíllinn hafi stækkað er það samt ekki mikið. Útlitið er kunnuglegt og í stíl við nýjustu breytingar hjá Mercedes. Bíllinn er 4.716 mm að lengd og er hann því 60 mm lengri en fyrri kynslóð. Hann er samt 4 mm lægri og þótt breidd milli hjóla sé meiri er heildarbreidd bílsins óbreytt. Lengdarbreytingin er aðallega á fráfallshorni en hún bætir 50 lítrum við farangursrýmið. Að sögn Jónas Kára Eiríkssonar hjá Öskju kemur bíllinn hingað til lands í lok nóvember og þá aðeins í tengiltvinnútgáfunum. Verð á bílnum mun liggja fyrir eftir nokkrar vikur.