Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 miðvikudaginn 19. janúar. Þar verður að vanda farið yfir stöðuna varðandi Covid-19 faraldurinn hér á landi.
Þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna og Þórólfur Guðnason verða á fundinum en að þessu sinni verður þar nýr gestur og er það Selma Barðdal Reynisdóttir, fræðslustjóri í sveitarfélagi Skagafjarðar. Hún er einnig fulltrúi í vöktunarteyminu og í Félagi fræðslustjóra.
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað líkt og verið hefur undanfarið.