Al­manna­varna­­deild ríkis­lög­­reglu­­stjóra og em­bætti land­­læknis boða til upp­­­lýsinga­fundar klukkan 11:00 mið­viku­­daginn 19. janúar. Þar verður að vanda farið yfir stöðuna varðandi Co­vid-19 far­aldurinn hér á landi.

Þeir Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna og Þór­ólfur Guðna­son verða á fundinum en að þessu sinni verður þar nýr gestur og er það Selma Barð­­dal Reynis­dóttir, fræðslu­­stjóri í sveitar­­fé­lagi Skaga­fjarðar. Hún er einnig full­­trúi í vöktunar­teyminu og í Fé­lagi fræðslu­­stjóra.

Fundurinn fer fram í gegnum fjar­fundar­búnað líkt og verið hefur undan­farið.