Fuglategund sem er sjaldséð á Íslandi náðist á mynd í gær við Oddsstaði á Melrakkastéttu. Er þar um að ræða relluhegra, eða Ardeola ralloides, sem verpir í suðurhluta Evrópu og á Mið-Austurlöndum.

Relluhegri hefur ekki náðst á mynd á Íslandi frá árinu 1969, en þá sást fuglinn á Surtsey, sem þá var nýlega risin úr hafi. Í þetta sinn var það Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, sem náði myndinni af hegranum.

„Það er óhætt að segja að þetta verði nýr íslenskur fugl fyrir hvern sem kemur auga á hann,“ kom fram í Facebook-færslu fuglaskoðara á Íslandi um uppgötvunina.