Þing­menn stjórnar­and­stöðunnar stigu hver á fætur öðrum i pontu við upp­haf þing­fundar á Al­þingi rétt í þessu og gagn­rýndu Bjark­eyju Ol­sen Gunnarsdóttur, nýjan for­mann fjár­laga­nefndar, fyrir að senda fjár­laga­frum­varpið til um­sagnar hags­muna­aðila án þess að ráð­færa sig við aðra nefndar­menn.

„Ég játa að það eru mis­tök og það eru mín mis­tök,“ sagði Bjark­ey úr ræðus­tóli eftir að nokkrir þing­menn höfðu lýst mikilli van­þóknun á vinnu­brögðunum. Voru þar notuð orð eins og „ger­ræðis­legt“, „for­kastan­legt“ og að verið væri að „vega að þing­ræðinu“.

Logi Einars­son, for­maður Samfylkingarinnar sagði yfir­leitt væri litið á lýð­ræði öðru augum. „Það er ekki þannig að sigur­vegarn­n taki allt, eigi allt og megi allt,“ sagði Logi.