Fyrsta tölublað nýs fjölmiðils sem stofnaður var eftir sameiningu Stundarinnar og Kjarnans kemur út í dag og þá hefur nýr vefur verið opnaður. Heimildin er nafn nýja miðilsins sem þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Þórður Snær Júlíusson ritstýra.
Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hefði á elleftu stundu veitt Stundinni og Kjarnanum undanþáguheimild til að hefja útgáfu.
Í leiðara nýs tölublaðs sem þau Ingibjörg og Þórður skrifa kemur fram að hátt í fjörutíu aðilar standi að baki fjölmiðlinum og fer enginn með meira en 7,6 prósenta hlut í félaginu. Þá eru yfirtökuvarnir innbyggðar í samþykktir félagsins og munu ritstjórar skrá hagsmuni sýna á opinberum vettvangi.
Á sameinaðri ritstjórn Stundarinnar og Kjarnans starfa nú tólf blaðamenn og kemur fram að þeim muni fjölga á næstu vikum.