Fyrsta tölu­blað nýs fjöl­miðils sem stofnaður var eftir sam­einingu Stundarinnar og Kjarnans kemur út í dag og þá hefur nýr vefur verið opnaður. Heimildin er nafn nýja miðilsins sem þau Ingi­björg Dögg Kjartans­dóttir og Þórður Snær Júlíus­son rit­stýra.

Greint var frá því í gær að Sam­keppnis­eftir­litið hefði á elleftu stundu veitt Stundinni og Kjarnanum undan­þágu­heimild til að hefja út­gáfu.

Í leiðara nýs tölu­blaðs sem þau Ingi­björg og Þórður skrifa kemur fram að hátt í fjöru­tíu aðilar standi að baki fjöl­miðlinum og fer enginn með meira en 7,6 prósenta hlut í fé­laginu. Þá eru yfir­töku­varnir inn­byggðar í sam­þykktir fé­lagsins og munu rit­stjórar skrá hags­muni sýna á opin­berum vett­vangi.

Á sam­einaðri rit­stjórn Stundarinnar og Kjarnans starfa nú tólf blaða­menn og kemur fram að þeim muni fjölga á næstu vikum.