Líkt og EQS-fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og býður upp á sérlega mikið innanrými. Þar spilar meðal annars inn í AIRMATIC-loftpúðafjöðrunin sem býður upp á afburða fjöðrunareiginleika á grófustu vegum. EQS SUV-sportjeppinn hefur góða veghæð og er sérlega þægilegur í allri umgengni.

Ekkert er til sparað í gæðum í hinum nýja EQS SUV. Rafaflrásin opnar líka fyrir nýjar víddir í innanrýmishönnun. Meiri fjölhæfni og opnara rými en í hefðbundnum stallbökum og um leið einstaklega fágaður frágangur. Bíllinn er ein bogadregin formlína. Það stafar líka einhverri lágstemmdri og nútímalegri ásýnd frá svartgljáandi grillinu sem er einkennismerki Merdedes-EQ, sem og ljósaröðinni á framan- og aftanverðum bílnum. Afturljósin eru með formlögun þrívíðs snúins spírals.

Innanrými sem uppfyllir hæstu kröfur

Kraftleg og flæðandi coupé-formlína einkennir hliðarsvip EQS SUV. Hurðarhúnarnir eru innfelldir sem eykur enn frekar á fagurfræði hönnunar bílsins. Hurðirnar eru sérlega þægilegar í umgengni en létt snerting er allt sem þarf til að ljúka þeim upp. Nema að fyrirstaða komi í veg fyrir opnun þeirra. Þær skynja nefnilega fyrirstöðu áður en þær opnast.

Hönnun á innanrýminu er endurhugsuð með glæsilegri útkomu. Innanrými EQS uppfyllir hæstu kröfur. Hágæða efnisval er í klæðningum og skrautlistum. Umhverfislýsing í innanrýminu gerir mikið fyrir stemninguna. Sætin eru afar þægileg og innanrýmið í bílnum er framúrskarandi.

Skjáir fyrir farþega í aftursætum

EQS SUV sportjepplingurinn er hlaðinn tækni í innanrýminu, sem er stafrænt og hátæknivætt. Bíllinn er fáanlegur með hinum hátæknivædda Hyperscreen, líkt og EQS-lúxusfólksbíllinn. Hyperscreen er háskerpuskjár sem teygir anga sýna yfir allt mælaborðið, enda er hann 55" með einu samfelldu bogadregnu gleri. Innréttingin er líka að mestu leyti sú sama og í EQS sem og MBUX-afþreyingarkerfið sem samanstendur meðal annars af tveimur 11,6" skjáum fyrir farþega í aftursætum. Gæðin eru bókstaflega allt um lykjandi í EQS. Nýi MBUX-ofurskjárinn nær yfir allt mælaborðið á breiddina. Á bak við glæsilegt glermælaborðið er LCD-skjár fyrir bílstjóra og miðjusettur margmiðlunar- og farþegaskjár með nýjustu OLED-tækni.

EQS SUV er búinn hinu þekkta 4MATIC-fjórhjóladrifi frá Mercedes-Benz og við það er hægt að velja mismunandi aflútfærslur. Sú öflugasta er EQS 580 4MATIC en hún er 545 hestöfl með 858 Nm togi sem skilar bílnum úr kyrrstöðu í hundrað á einungis 4,7 sekúndum.

Hröðun ofursportbíls og mikil akstursdrægni

Hröðun ofursportbíls og mikil akstursdrægni næst með nýrri aflrás EQS sem býr yfir heildarafköstum upp á 470 kWh. Afturhjóladrifnu gerðirnar eru með eina aflrás en 4MATIC gerðir með fjórhjóladrifi tvær. Háspennurafgeymirinn er undir gólfi bílsins á milli fram- og afturáss. Með nýrri rafgeymatækni og skynrænni orkustýringu nær EQS akstursdrægi upp á 739 km.

Sérhannaður rafbílaundirvagninn skilar ekki einungis miklu innanrými heldur stuðlar, í samspili við margt annað, að minni aksturshljóðum og skapar þannig einstaka hljóðvist fyrir ökumann og farþega.

EQS SUV er fáanlegur með allt að 22 kW þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustundum. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200 kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægi á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á um það bil 30 mínútum.

Óhætt er að fullyrða að EQS SUV svíkur engan aðdáanda sannra eðalvagna.

Mercedes Benz EQS SUV fer vel með allt að sjö farþega.
Hugað er að smæstu smáatriðum og munaðurinn leynir sér ekki.
Gott aðgengi er fyrir farþega sem sitja í þriðju sætaröðinni.
Mynd segir meira en mörg orð.