Grunnverð 110 útgáfunnar er 12.790.000 kr með tveggja lítra 240 hestafla dísilvélinni. „Styttri 90 útgáfan verður ekki í boði strax en hans er að vænta með haustinu“ segir Bjarni Þ. Sigurðsson framkvæmdarstjóri hjá Land Rover á Íslandi. „Allar gerðir 110 bílsins eru í boði núna en við munum þó ekki geta sýnt X gerðina fyrr en í lok sumars“ sagði Bjarni ennfremur. Eflaust eru margir sem bíða spenntir eftir að prófa þennan nýja Defender sem óhætt er að segja að sé mikið breyttur frá fyrri gerð.