Volkswagen ID.Vizzion var fyrst frumsýndur á Genf-bílasýningunni árið 2018 en þar var sagt að drægi hans yrði um 600 km. Talsvert hefur breyst á þremur árum og nýjasta afurð Volkswagen er ID.4 Life með 77 kWst rafhlöðu og svipað drægi. Þar sem að Areo B er stærri bíll má búast við enn meira drægi þar sem hann mun hafa stærri rafhlöðu. Búast má bæði við afturhjóladrifnum og fjórhjóladrifnum GTX-útgáfum af bílnum, ásamt langbaksútgáfu eins og sýnt var fram á með ID.Space Vizzion tilraunabílnum