Tíu í­búar á hjúkrunar­heimilinu Hamrar í Mos­fells­bæ og fjórir starfs­menn hafa verið sendir í sótt­kví eftir að starfs­maður þar greindist með CO­VID-19. Sá var ný­kominn úr fríi þegar smitið upp­götvaðist.

Kristín Högna­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar­sviðs á Eir, Hömrum og Skjóli, sagði í kvöld­fréttum RÚV að smitið hafi orðið til þess að fjór­tán manns hefðu verið sendir í sótt­kví; fjórir starfs­menn og tíu í­búar eins og að framan greinir en þeir tíu sem eru í sótt­kví búa á sömu deild og starfs­maðurinn starfar á.

Alls búa 30 manns á heimilinu og verður það lokað fyrir heim­sóknum næstu daga.

Í kvöld­fréttum RÚV sagði Kristín að starfs­maðurinn hafi verið að mæta á sína fyrstu vakt eftir sumar­frí síðast­liðinn þriðju­dag. Hann hafi verið búinn að vera í vinnunni í tvo og hálfan tíma þegar náinn að­standandi hringdi í hann og greindi honum frá því að hann væri CO­VID-smitaður.

Segir Kristín að starfs­maðurinn hafi farið um­svifa­laust heim af vaktinni og í sýna­töku þar sem í ljós kom að hann er einnig smitaður. Kristín sagðist ekki geta svarað því hvort starfsmaðurinn hefði átt að mæta til vinnu þar sem grunur lék á smiti hjá nákomnum ættingja. „Viðkomandi kom til vinnu og við vissum ekki af að þetta hefði komið upp í hans fjölskyldu,“ segir hún í frétt RÚV.