Donald Trump, for­seti Banda­ríkjanna, hefur til­kynnt að hann muni beita frekari refsi­að­gerðum gegn Íran, sem munu meðal annars beinast gegn em­bætti leið­toga Íran, Ali Khameini.

Á­kvörðun Írans­hers að skjóta niður mann­lausan banda­rískan dróna yfir Persa- og Óman­flóa er á­stæðan að er Trump greinir frá, „auk fjölda annarra hluta“ eins og for­setinn orðar það. Hann kveðst munu beita sér fyrir aukinni pressu á stjórn­völd í Teheran og segir að Íranir „ættu aldrei nokkurn tímann að fá að búa yfir kjarna­vopnum“.

Ste­ve Mnuchin, fjár­mála­ráð­herra í ríkis­stjórn Trumps, segir að á­kvörðunin um að beita refsi­að­gerðum þessum hafi staðið til um nokkurt skeið. Þær hafi til að mynda verið í vinnslu áður en Íranir skutu niður banda­ríska drónann í síðustu viku.

Tals­verð spenna hefur verið á milli ríkjanna frá því að Trump tók við em­bætti en hann dró Banda­ríkin út úr kjarn­orku­samningi við Íran í fyrra. Spennan hefur síðan aukist til muna á undan­förnum vikum en Banda­ríkin gerðu meðal annars árás á tölvu­kerfi Írana, þar sem eld­flaugum og loft­skeytum hersins þar í landi er meðal annars stjórnað, um liðna helgi.

Trump hefur þegar komið á refsi­að­gerðum gegn Írönum en það gerði hann eftir að Banda­ríkin drógu sig úr kjarn­orku­sam­komu­lagi vest­rænu stór­veldanna og Írana sem undir­ritað var árið 2015.

Með að­gerðunum er banda­rískum fyrir­tækjum meinað að eiga í við­skiptum við Írani sem og fyrir­tæki sem eiga í við­skiptum við þá. Að­gerðirnar hafa einkum komið niður á orku­geiranum, út­flutningi Írana og fjár­mála­geiranum þar í landi.

Af­leiðingarnar eru skortur á inn­fluttum vörum í Íran sem unnar eru úr er­lendum hrá­efnum. Þá hefur íranski gjald­miðillinn, ríal, verið í nokkuð stöðugu falli í kjöl­far refsi­að­gerðanna og hefur það til að mynda hækkað verð á kjöti og eggjum í Íran.

Frétt BBC um málið.