Siglingar til og frá Vest­manna­eyjum með Herjólfi eru á á­ætlun en nýi Herjólfur bilaði. Var hinn gamli tekinn í notkun á ný í hans stað. Þetta stað­festir Guð­bjartur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs, að því er segir í frétt RÚV.

Segir Guð­bjartur að glussa­kerfi aftur­hlera ferjunnar hafi bilað. Vegna bilunarinnar sé því ekki hægt að opna aftur­hlerann, þar sem bílum er venjulega ekið út við komuna til Eyja.

Eins og áður segir muni þetta þó ekki hafa á­hrif á á­ætlunar­siglingar og munu allir komast fram og til baka á á­ætlun.