Nýjar vís­bendingar bárust um klukkan átta í morgun um stað­setningu flug­vélarinnar sem ekkert hefur spurst til síðan í gær. Fyrst var greint frá á RÚV en þar kemur fram að er­lent síma­fyrir­tæki rýndi í síma­gögn far­þeganna og flug­mannanna og fékk upp ná­kvæmari upp­lýsingar.

Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið og segir að í kjöl­far þessara upp­lýsinga verði mesti þunginn settur í leit við sunnan­vert Þing­valla­vatn.

Kallaðir hafa verið úr báta­flokkar frá Slysa­varna­fé­laginu Lands­björgu, sér­að­gerðar­sveit gæslunnar með sér­stakan neðan­sjávar­búnað sem og sér­fræðingar frá lög­reglunni en að­stæður á vatninu eru mjög krefjandi, bæði er mikill ís og krapi á vatninu.

Hann tekur þó fram að leit heldur á­fram annars staðar þó að mesti þunginn verði núna settur í leit þarna.

Fjöl­mennt lið björgunar­sveitar­fólks og lög­reglu­manna hefur verið við leit frá því í gær en um borð í flug­vélinni voru þrjú er­lend ung­menni og ís­lenskur flug­maður á fimm­tugs­aldri.

Heyrðist síðast í þeim 11.30 í gær

Fram kom í Fréttablaðinu í dag að fjór­menningarnir flugu frá Reykja­víkur­flug­velli á ellefta tímanum í gær­morgun en skiluðu sér ekki til baka sam­kvæmt á­ætlun. Síðast heyrðist til þeirra um klukkan hálf tólf í gærmorgun. Herma heimildir blaðsins að far­þegarnir hafi verið hluti af hópi sem kom til landsins á mánu­dag og eru þeir af ýmsum þjóð­ernum og á þrí­tugs­aldri.