Lög­reglan óskar nú eftir frekari upp­lýsingum um manninn og húsbílinn sem hann keyrði á tíma­bilinu sem Mc­Cann hvarf en þau telja að ein­hver hafi frekari upp­lýsingar um málið. Lög­reglan í Þýska­landi hefur tekið við rann­sókn málsins þar sem hinn grunaði er í þeirra haldi en hann hafði setið inni vegna mála ó­tengdum hvarfi Mc­Cann.

Lög­reglan í London hefur nú 43 ára þýskan fanga undir grun í tengslum við hvarfið á Madelein­e Mc­Cann en að því er kemur fram í frétt BBC um málið telur lög­regla að maðurinn hafi verið á svæðinu þar sem hin þriggja ára Mc­Cann sást síðast.

Lög­regla hefur ekki veitt frekari upp­lýsingar um hinn grunaða en þau hafa þó gefið út að maðurinn sem um ræðir hafi verið meðal þeirra sex hundruð sem lög­regla horfði til eftir hvarfið þó hann hafi ekki legið undir grun á þeim tíma.

Fjölmargir legið undir grun

Mc­Cann hvarf spor­laust þann 3. maí árið 2007 úr íbúð for­eldra sinna á Al­gar­ve í Portúgal en for­eldrar hennar voru á veitinga­stað í stuttri fjar­lægð frá í­búðinni þegar hún hvarf. Málið hefur vakið gífur­lega at­hygli um allan heim og hafa fjöl­margir legið undir grun í tengslum við málið.

Þrátt fyrir að Mc­Cann hafi horfið fyrir rúmum þrettán árum rann­sakar lög­reglan í London málið sem manns­hvarf þar sem ekki liggja fyrir sönnunar­gögn um dauða hennar. Lög­reglu­menn í Þýska­landi rann­saka málið þó sem morð.

Lögregla óskar einnig eftir upplýsingum um húsbíl mannsins.
Fréttablaðið/AFP