Á miðnætti tóku nýjar sóttvarnarreglur gildi og mega nú 50 koma saman í stað 20. Sund- og baðstaðir og líkamsræktarstöðvar mega nú taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns.

Veitingastaðir mega nú hafa opið einum klukkutíma lengur en áður eða til klukkan ellefu á kvöldin.

Nándarregla verður áfram tveir metrar og grímuskylda er óbreytt. Í verslunum verður hámarksfjöldi nú 200 manns í stað 100.

Í skólastarfi verður hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými 50, en hámarksfjöldi barna verður 100 í hverju rými. Foreldrar og aðstandendur fá nú leyfi til að koma aftur inn í skólana.

Tilslakanirnar ná ekki til Skagafjarðar og Akrahrepps vegna hópsýkingar sem kom þar upp á föstudag. Sjö smit hafa nú og hefur skólum og leikskólum verið lokað. Einnig eru íþróttamiðstöðvar lokaðar og æfingar barna falla niður.