Frá og með morgun­deginum þurfa allir bólu­settir far­þegar, sem bú­settir eru hér á landi eða hafa tengsl við landið, að fara í sýna­töku fyrir Co­vid-19 innan tveggja sólar­hringa frá komu. Sýna­taka fer fram á Kefla­víkur­flug­velli, hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins á Suður­lands­braut eða á sýna­töku­stöðvum víða um landið.

Þetta var á­kveðið á ríkis­stjórnar­fundi 6. ágúst. Á fundinum á­kvað ríkis­­stjórnin, í sam­ræmi við til­­lögur sótt­varna­læknis, að hefja skimun bólu­­settra ferða­manna sem hafa tengsl við Ís­lands og koma til landsins. Ekki hefur verið á­­kveðið hve lengi þær muni standa.

Reglurnar gilda um þá sem eru bú­settir hér eða hafa tengsl við landið.
Fréttablaðið/Valli

Sótt­varna­læknir hafði beðið þau sem bólu­sett eru eða hafa fengið Co­vid og eru bú­sett hér eða með tengsl við landið að fara í sýna­töku er hingað er komið en frá morgun­deginum verður það þeim skylt.

Svan­­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra sagði eftir ríkis­stjórnar­fundinn að hópurinn sem þyrfti að fara í skimun yrði vel af­­markaður og vinna við það hefðist á næstu dögum. Enn hefur ekki verið greint frá því hverju sú vinna hefur skilað.