Nýjar myndir sem Páll Tham­rong Snorra­son íbúi á Seyðis­firði hefur tekið af vett­vangi sýna eyði­legginguna sem skriðu­föll gær­dagsins hafa skilið eftir sig í bænum. Myndirnar má sjá neðst í fréttinni en þar má einnig finna myndir frá Ómari Bogasyni sem myndaði stöðuna í morgun.

Líkt og greint hefur verið frá verður staðan á Austur­landi endur­metin síðar í dag en ríkis­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Austur­landi og Veður­stofu Ís­lands, á­kvað að lýsa yfir hættu­stigi á Seyðis­firði og ó­vissu­stigi á Austur­landi í gær­kvöldi vegna málsins.

Kristján Ólafur Guðna­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni á Austur­landi, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í morgun að það séu lítil tíðindi eftir nóttina. Staðan sé stöðug að svo stöddu þar sem það hafi dregið úr úr­komu seinni partinn í gær­kvöld og í nótt.

Að sögn Kristjáns hefur fólk sem þurfti að yfir­gefa heimili sín í gær ekki snúið aftur heim og liggur ekki fyrir hversu mikið tjón varð vegna skriðanna en það verður metið þegar það fer að birta á svæðinu.

Björgunar­sveitin Ís­ólfur á Seyðis­firði greindi frá því á Face­book í nótt að nóg hafi verið um að vera hjá þeim vegna skriðu­fallanna og rýmingar íbúa en rýmingin gekk vel að þeirra sögn. Í­búar geta leitað til björgunar­sveitarinnar til að fá að­stoð við að fara inn á svæðið og fá nánari upp­lýsingar.

„Hugur okkar er hjá þeim sem þurftu að yfir­gefa heimili sín í dag,“ segir í færslunni. „Við þökkum gott sam­starf í dag líkt og aðra daga kæru í­búar Seyðis­fjarðar.“

Rýming á­fram fram til morguns hið minnsta

Í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi segir að staðan sé metin reglu­lega. Sam­kvæmt veður­spá dagsins verði úr­komu­lítið á Seyðis­firði ídag en bætir svo í með kvöldinu og tals­verðri rigningu spáð á morgun.

Segir í til­kynningunni að þeir í­búar sem hafi hug á að sækja nauð­synjar í hús sín á rýmingar­svæði, kanna á­stand og eftir at­vikum gera ráð­stafanir, eru hvattir til að gefa sig fram við vett­vangs­stjórn í húsi björgunar­sveitarinnar Ís­ólfs á Seyðis­firði. Þar verði frekari upp­lýsingar veittar og að­stoð við að fara inn á rýmingar­svæði.

Þá segir enn­fremur að með hlið­sjón af veur­spá sé gert ráð fyrir að rýming verði á­fram fram á morgun­daginn að minnsta kosti. Staðan sé þó metin reglu­lega og er von á næstu til­kynningu frá lög­reglu kl. 17:00 í dag.

Mynd/Ómar Bogason
Myn/Ómar Bogason
Mynd/Ómar Bogason
Mynd/Ómar Bogason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason
Mynd/Páll Thamrong Snorrason