Viðbragðsaðilar voru að störfum í dag á Seyðisfirði þegar fjölmiðlafólki var veittur aðgangur til að skoða aðstæður. Að sögn blaðamanns Fréttablaðsins á vettvangi bar bærinn þess mikil merki að vera íbúalaus. Enn var rafmagnslaust að hluta en bæði aðilar frá björgunarsveitum og RARIK unnu að því að koma rafmagni aftur á bæinn áður en þeim íbúum sem búa á öruggum svæðum verður aftur hleypt heim.

Í dag hófst vinna við að undirbúa hreinsunarstarf sem hefst á morgun. Lokunarsvæðið var nokkuð stórt og fékk fjölmiðlafólk ekki að fara nærri þeim stað þar sem skriðurnar féllu vegna hættu.

Neyðarstigi hefur verið aflétt á Seyðisfirði og fá íbúar ákveðinna svæða að halda heim í dag. Þeim hefur þó verið ráðlagt að halda sig heima fyrir og hafa verið beðin að taka með sér vistir. Matvöruverslun Seyðisfjarðar er enn lokuð.

Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru á Seyðisfirði í dag.

Í það minnsta ellefu hús fóru í aurskriðunum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Varðskipið Týr er á vettvangi.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink

Reyndu að koma á rafmagni

Davíð Kristinsson, hjá björgunarsveitinni, fór á RARIK-torfæru bíl sem má sjá að neðan inn á hættusvæðið til þess að reyna koma á rafmagni á Björgunarsveitarhúsið þar sem er tetrasamband fyrir Seyðisfjörð.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink

Björgunarsveitir og hundar

Snjóflóðahundar voru að vinnu á vettvangi með björgunarsveitum.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink

Enn hætta

Enn er talsverð hætta á aurskriðum og því aðeins rýmingu aflétt á hluta bæjarins. Eins og má sjá á neðan eru enn stórar sprungur í jörðinni.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink