„Það er enginn verð­mæta­björgun í gangi núna, nema það sé eitt­hvað sem er á­ríðandi og liggur undir skemmdum. Það er þá metið og það er reynt að bjarga því sem að svo­leiðis er á­statt um,“ segir Kristján Ólafur Guðna­son, lög­reglu­full­trúi á hjá Lög­reglunni á Austur­landi, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Greint var frá því seinni partinn í dag að enn sé ekki hægt að af­létta rýmingu á Eski­­firði eða Seyðis­­firði að sinni. Á Eski­­firði er staðan ó­­­ljós eftir mælingar í dag og á Seyðis­­firði er enn vinna í gangi við stöðu­mat inn­viða, á raf­­­magni, vatns­­veitu, frá­veitu og fleira. Þá er á vegum Veður­­stofu verið að meta hættu á frekari skriðu­­föllum.

Kristján Ólafur segir að það verði tekin á­kvörðun á morgun um næstu skref sem er að gefa í­búum kost á að fara heim aftur sem búa á öruggu svæði og verð­mæta­björgun í þeim húsum sem fóru eða skemmdust mikið í aur­skriðunum.

Það kemur því til greina að á Seyðis­firði verði rýming eins og á Eski­firði, að hluta?

„Já, það er eitt af því sem er til skoðunar. Það verður enginn á­kvörðun tekinn um það fyrr en á morgun í fyrsta lagi,“ segir Kristján Ólafur.

Hann segir mikið mildi að ekkert mann­tjón hafi verið í stóru aur­skriðum.

Myndir frá Seyðisfirði

Eins og má sjá á myndunum sem fylgja hér að neðan er tjónið gríðar­legt. Mörg húsanna eru alveg skemmd og mikið vatn enn sem rennur með fram og drulla. Ljós­myndari Frétta­blaðsins, Anton Brin­k, er á Seyðis­firði og tók þessar myndir í dag.

Enn er mikil hætta á aurskriðum.
Fréttablaðið/Anton Brink
Mörg húsanna hafa farið illa.
Fréttablaðið/Anton Brink
Enn er mikið vatn og drulla víða.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Sérsveit ríkislögreglustjóra er á svæðinu og tekur drónamyndir af svæðinu til að meta aðstæður.
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink