Nýjar inSAR gervi­tungla­myndir geta bent til kviku­inn­skots nærri Fagra­dals­fjalli. Þetta stað­festir Ásta Rut Hjartar­dóttir, jarð­eðlis­fræðingur við Frétta­blaðið. Þá kemur þetta jafn­framt fram í til­kynningu frá Vísinda­ráði al­manna­varna.

Ásta ferðaðist í dag um Reykja­nes­skaga á­samt Páli Einars­syni jarð­eðlis­fræðingi. Sagði Páll nú síð­degis að ein af þeim sviðs­myndum sem verði nú að taka al­var­legra eftir mælingar da­gsins sé sú að kvika leiti upp á yfir­borð og að gos verði mögu­lega á ó­væntum stað.

Ásta segir að svæðið sem um ræðir sé á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis. Kviku­inn­skot þurfi þó alls ekki að þýða að kvikan muni á ein­hverjum tíma­punkti leita upp og að eld­gos verði.

„Stundum hengur þetta bara niðri og fer ekkert upp,“ segir hún. Verði þó gos, sem hún tekur fram að þurfi alls ekki að vera, yrði um­rætt svæði á­gætt undir slíkt, sé tekið mið af fjarlægð við manna­byggð.

Hún segir að bíða verði fleiri gervi­tungla­mynda til að fá nánari upp­lýsingar um það sem sé að eiga sér stað á Reykja­nesi. „En kviku­gangur er talinn lík­legasta skýringin miðað við þessar myndir.“

Líkt og al­þjóð veit hefur skjálfta­hrina riðið yfir Suð­vestur­horn landsins frá því á miðvikudag. Segir Páll að nú­verandi skjálfta­hrina hafi staðið yfir í fjór­tán mánuði. Að fá slíka hrinu­virkni í þetta langan tíma sé ekkert ó­venju­legt.

Sagði hann að nýjustu vendingar þær að mælingar dagsins í dag virðist sýna að taka verði þá mögu­­leika í reikninginn að kvika sé farin að streyma í neðsta hluta skorpunnar. Hann segir lík­­legasta gos­­staðinn bak­við Keili, séð frá höfuð­­borgar­­svæðinu.

Al­manna­varnir teikna upp mismunandi sviðs­myndir

Í til­kynningu frá Vísinda­ráði al­manna­varna kemur fram að al­manna­varnir undir­búi sig undir nokkrar sviðs­myni­dr vegna þessa.

Vísinda­ráð fór einnig yfir gervi­hnatta­myndir (InSAR) sem bárust í dag. Úr­vinnsla úr þeim myndum sýna meiri færslu en áður hefur orðið vart við á svæðinu síðustu daga.
Lík­legasta skýringin er sú að kviku­gangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarð­skjálfta­virknin hefur verið síðustu daga. Unnið verður betur úr þessum nýju gögnum meðal annars með líkan­gerð til þess að varpa skýrara ljósi á fram­vindu mála.

Mögu­legar sviðs­myndir:
• Það dregur úr jarð­skjálfta­virkni næstu daga eða vikur.
• Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í ná­grenni við Fagra­dals­fjall
• Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upp­tök í Brenni­steins­fjöllum
• Kviku­inn­skot haldi á­fram í ná­grenni við Fagra­dals­fjall:
i) Kviku­inn­skots­virkni minnkar og kvika storknar
ii) Leiðir til flæði­goss með hraun­flæði sem mun lík­lega ekki ógna byggð

Svæðið sem um ræðir séð á korti Google:

Til­kynning frá Vísinda­ráði al­manna­varna í heild sinni:

Frétta­til­kynning frá Vísinda­ráði al­manna­varna, 1. mars 2020.
Vísinda­ráð al­manna­varna fundaði á fjar­fundi í dag til að ræða jarð­skjálfta­hrinuna á Reykja­nes­skaga.. Fundinn sátu full­trúar frá Veður­stofu Ís­lands, Há­skóla Ís­lands, Um­hverfis­stofnun, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR.
Fram kom á fundinum að sjálf­virka jarð­skjálfta­kerfi Veður­stofunnar hefur mælt um 1800 skjálfta frá mið­nætti og eru þeir að mestu bundnir við svæði SV af Keili og Trölla­dyngju. Af þessum 1800 eru 23 skjálftar að stærð 3 eða stærri og um 3 skjálftar eru 4 að stærð eða stærri. Sá stærsti frá mið­nætti mældist kl. 16:35, 5,1 að stærð, 4,9 og átti hann upp­tök um 1 km ASA við Keili.

Vísinda­ráð fór einnig yfir gervi­hnatta­myndir (InSAR) sem bárust í dag. Úr­vinnsla úr þeim myndum sýna meiri færslu en áður hefur orðið vart við á svæðinu síðustu daga. Lík­legasta skýringin er sú að kviku­gangur sé að myndast undir því svæði þar sem mesta jarð­skjálfta­virknin hefur verið síðustu daga. Unnið verður betur úr þessum nýju gögnum m.a. með líkan­gerð til þess að varpa skýrara ljósi á fram­vindu mála.
Í ljósi þessara nýju gagna sem rædd voru á fundinum í dag er mikil­vægt að skoða nánar þá sviðs­mynd sem snýr að kviku­inn­skoti undir svæðinu við Fagra­dals­fjall.
Mögu­legar sviðs­myndir:
• Það dregur úr jarð­skjálfta­virkni næstu daga eða vikur.
• Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í ná­grenni við Fagra­dals­fjall
• Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upp­tök í Brenni­steins­fjöllum
• Kviku­inn­skot haldi á­fram í ná­grenni við Fagra­dals­fjall:
i) Kviku­inn­skots­virkni minnkar og kvika storknar
ii) Leiðir til flæði­goss með hraun­flæði sem mun lík­lega ekki ógna byggð
Nú­verandi virkni á Reykja­nes­skaga er kafla­skipt og er erfitt að spá fyrir um ná­kvæma fram­vindu. Von er á nýjum gögnum síðar í vikunni sem geta varpað skýrara ljósi á á­stæður þessarar hrinu. Vísinda­ráð mun funda aftur á morgun til að leggja frekara mat á þau gögn sem liggja fyrir.