Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með vísindamenn Veðurstofu Íslands yfir gosstöðvar í Geldingadal í morgun. Gosið hófst í gærkvöldi um klukkan korter í níu.

Gosið er fremur lítið og gossprungan sögð tæpur kílómetri að lengd. Hraunið er talið vera innan við einn ferkílómetri að stærð eins og er.

Þessar mögnuðu myndir voru teknar af gosinu í morgun.

Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan
Mynd/Landhelgisgæslan